• mið. 20. jún. 2007
  • Landslið

Dómarar leiksins koma frá Tékklandi

Dagmar_Damkova
Dagmar_Damkova

Dómarar leiksins koma frá Tékklandi og mun Dagmar Damkova sjá um dómgæsluna.  Hún er einn þekktasti dómari Tékklands og árið 2003 varð hún fyrst kvendómarinn til að dæma í efstu deild karla í Tékklandi.  Damkova dæmdi einnig í úrslitakeppni EM kvenna í Englandi 2005 og mun væntanlega verða einn af dómurunum á HM í Kína 2008. 

Henni til aðstoðar verða Hedvika Mifkova og Dagmar Zakova, einnig frá Tékklandi.  Fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson og eftirlitsmaður UEFA er Ingrid Jonsson frá Svíþjóð.