Dómarar leiksins koma frá Tékklandi
Dómarar leiksins koma frá Tékklandi og mun Dagmar Damkova sjá um dómgæsluna. Hún er einn þekktasti dómari Tékklands og árið 2003 varð hún fyrst kvendómarinn til að dæma í efstu deild karla í Tékklandi. Damkova dæmdi einnig í úrslitakeppni EM kvenna í Englandi 2005 og mun væntanlega verða einn af dómurunum á HM í Kína 2008.
Henni til aðstoðar verða Hedvika Mifkova og Dagmar Zakova, einnig frá Tékklandi. Fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson og eftirlitsmaður UEFA er Ingrid Jonsson frá Svíþjóð.