• mið. 20. jún. 2007
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu

Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi 16. júní 2007
Island_Frakkland_kv_16juni_2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Serbum.  Leikurinn er liður í undankeppni EM  og hefur íslenska liðið unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum.  Serbneska liðið hefur unnið eina leik sinn í riðlinum til þessa.

Byrjunarliðið: (4-4-1-1)

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður: Guðný Óðinsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Sóknartengiliður: Margrét Lára Viðarsdóttir

Framherji: Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði

Miðasala á leikinn er hafin á netinu og er hægt að kaupa miða hér.  Miðinn kostar 1000 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri.  Frjálst sætaval er í vesturstúkunni.  Einnig er hægt að kaupa miða á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið er leikurinn fer fram.

Leiktíminn er nokkuð óvenjulegur að því leyti að leikurinn hefst ekki fyrr en kl. 21:15.  Er þessi leiktími kominn til vegna þess að fyrr um kvöldið fer fram setningarathöfn Alþjóðaleika ungmenna á Laugardalsvelli.

Aldrei verður of oft sagt hversu stuðningur áhorfenda getur skipt miklu máli.  Fjölmennum öll og látum stelpurnar finna að við stöndum öll að baki þeirra.

ÁFRAM ÍSLAND