• þri. 19. jún. 2007
  • Landslið

Landsliðið á fjögurra þjóða mót á Möltu

Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu
Island-Kroatia2005-0085

Íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í fjögurra þjóða móti á Möltu í febrúar á næsta ári.  Auk heimamanna í Möltu verða Hvít-Rússar og Armenar með í mótinu.  Leikirnir verða þrír og eru leikdagar 2., 4. og 6. febrúar 2008.

Ísland hefur ekki fyrr leikið A-landsleik gegn Hvít-Rússum en við Armena hefur Ísland leikið tvisvar sinnum og í tólf skipti gegn Möltu.