U19 kvenna leikur í Svíþjóð í dag
Íslenska U19 landslið kvenna leikur í dag vináttulandsleik gegn Svíþjóð ytra. Leikurinn sem er lokaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Aðstæður er allar hinar bestu í Svíþjóð og höfðu þegar rúmlega 500 miðar verið seldir í forsölu á leikinn og er búist við rúmlega 1000 áhorfendum.
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.
Byrjunarliðið (4-4-1-1)
Markvörður: Petra Lind Sigurðardóttir
Hægri bakvörður: Anna Þórunn Guðmundsdóttir
Vinstri bakvörður: Kristrún Kristjánsdóttir
Miðverðir: Agnes Þóra Árnadóttir og Guðrún Erla Hilmarsdóttir, fyrirliði
Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir
Vinstri kantur: Laufey Björnsdóttir
Tengiliðir: Linda Rós Þorláksdóttir og Hlín Gunnlaugsdóttir
Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir
Framherji: Rakel Hönnudóttir