• fös. 15. jún. 2007
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Frökkum tilbúið

Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007
Thora_Helga_2006

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Frökkum á Laugardalsvelli á morgun.  Leikurinn er í undakeppni EM og hefst kl. 14:00.  Þær Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir leika tímamótaleiki, Edda sinn 50. landsleik og Dóra sinn 25. landsleik.

Byrjunarliðið: (4-4-1-1)

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður: Ásta Árnadóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Erla Steina Arnarsdóttir

Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Sóknartengiliður: Margrét Lára Viðarsdóttir

Framherji: Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði