Wendy Toms dæmir leikinn
Dómarinn í viðureign Íslands og Frakklands á laugardag er Englendingurinn Wendy Toms. Aðstoðardómarar eru samlandar hennar, þær Emma Everson og Natalie Walker, en eftirlitsmaður UEFA er Eija Vahala frá Finnlandi. Varadómarinn er hins vegar íslenskur og heitir Gunnar Sverrir Gunnarsson.
Wendy Toms er íslenska liðinu að góðu kunn, en hún dæmdi einnig vináttulandsleik Íslands og Englands í maí á þessu ári.
Toms varð á sínum tíma fyrsti kvendómarinn til að starfa í ensku úrvalsdeildinni og starfaði þar sem aðstoðardómari á fjölmörgum leikjum.