• mið. 13. jún. 2007
  • Landslið

Styrkleikalisti karlalandsliða frá FIFA birtur

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið
fifa_listi_karla

Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og fellur íslenska liðið niður um þrettán sæti á listanum og sitja í sæti 109.  Ítalir halda toppsætinu en Frakkar fara upp fyrir Brasilíumenn í annað sætið.

Næstu mótherjar Íslendinga, Kanadamenn, eru meðal hástökkvara á listanum en þeir fara upp um 38 sæti og smella sér í 56. sætið.  Aðeins Armenar fara hærra upp en þeir stökkva upp um 48 sæti.

FIFA-listinn