Möguleikar íslenska liðsins
Áhugavert er að velta fyrir sér möguleikum A-landsliðs kvenna á sæti í lokakeppni EM 2009. Leikið er 6 riðlum í undankeppninni og í hverjum riðli eru 5 lið. Ljóst er að efsta liðið í hverjum riðli fer beint í úrslitakeppnina, liðið sem hafnar í 2. sæti fer í umspil um sæti í lokakeppninni, sem og 4 lið með bestan árangur í 3. sæti. Þetta þýðir að 3 lið af 5 í riðlinum geta komist í úrslitakeppnina.
Í riðli Íslands er ljóst að Frakkar þykja sigurstranglegir og er talið að íslenska liðið eigi góðan möguleika á 2. sæti riðilsins.