Handhafar A-passa á leikina gegn Frakklandi og Serbíu
Fyrir landsleikina gegn Frakklandi og Serbíu geta handhafar A-skírteina sýnt þau við merktan inngang á Laugardalsvelli þegar komið er á völlinn. Mikilvægt er að aðeins sé notaður þessi merkti inngangur fyrir A-skírteini. Ekki er nauðsynlegt fyrir þessa leiki að sækja miða fyrir leikdag eins og venja er.
Landsleikurinn við Frakka fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14:00 en leikurinn við Serba fimmtudaginn 21. júní kl. 21:15.