Flestir leikmenn frá Val
Í 22 manna landsliðshópi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, þjálfara A-landsliðs kvenna, fyrir leikina gegn Frökkum og Serbum í undankeppni EM 2009, eru hvorki fleiri né færri en 9 leikmenn frá Íslands- og bikarmeisturum Vals. Þetta er tæplega helmingur hópsins, sem sýnir vel styrk Valsliðsins og þann árangur sem það hefur náð að undanförnu.
KR á næst flesta leikmenn í hópnum, fimm talsins, og Breiðablik á tvo leikmenn. Keflavík og Fylkir eiga síðan sinn hvorn leikmanninn. Fjórir leikmenn í hópnum leika með erlendum liðum.