• þri. 12. jún. 2007
  • Landslið

Edda og Dóra gætu náð áfangaleikjum

Edda Garðasdóttir
edda-gardars-Alidkvenna2005-0291

Tveir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins ná stórum áföngum í landsleikjafjölda ef þær koma við sögu í leiknum gegn Frökkum í undankeppni EM 2009 á Laugardalsvelli næsta laugardag.

Edda Garðarsdóttir, leikmaður KR, hefur leikið 49 A-landsleiki og leikur því sinn 50. leik ef hún tekur þátt á laugardag.  Dóra Stefánsdóttir, sem leikur með Malmö í Svíþjóð, leikur sinn 25. A-landsleik ef hún kemur við sögu á laugardag.

Í reglugerð um landsliðs- og heiðursviðurkenningar kemur fram að áletrað úr skuli veita í viðurkenningaskyni þeim knattspyrnumönnum sem náð hafa að leika 25 A-landsleiki, og knattspyrnustyttu skal veita í viðurkenningaskyni þeim knattspyrnumönnum sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki.