• þri. 05. jún. 2007
  • Landslið

Landsliðið æfði á Rasunda vellinum

Íslenska landsliðð æfir á Raslunda vellinum í Stokkhólmi daginn fyrir leikinn gegn Svíum á þjóðhátíðardag heimamanna, 6. júní.
Landslidid_a_Raslunda

Íslenska landsliðið æfði í dag á rennisléttum Rasunda vellinum en á morgun etja þeir kappi þar við Svía.  Aðstæður eru allar hinar bestu og var um 26 stiga hiti í Stokkhólmi í dag.

Leikinn ber upp á þjóðhátíðardag Svía en einnig hefur mikið verið um dýrðir af hálfu íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi og verður töluverður fjöldi Íslendinga á vellinum þegar flautað verður til leiks.

Hópurinn sjálfur er í mjög góðu ástandi og hafa sjúkraþjálfarar og nuddarar liðsins haft óvenju lítið að gera að þessu sinni.  Hinsvegar er búningastjórinn á fullu, nú sem endranær og sendi hann okkur þessa símamynd af æfingunni í dag.

Íslenska landsliðð æfir á Raslunda vellinum í Stokkhólmi daginn fyrir leikinn gegn Svíum á þjóðhátíðardag heimamanna, 6. júní.

Símamynd: Björn Ragnar Gunnarsson