Góður sigur hjá U19 karla á Azerum
Íslenska U19 karlalandsliðið vann lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Noregi. Sigur vannst á Azerbaijan með fimm mörkum gegn tveimur eftir að staðan hafði verið 3-0 í hálfleik.
Ísland lenti í öðru sæti í riðlinum á eftir Spánverjum. Íslendingar töpuðu naumlega 2-3 gegn Spáni og 3-4 gegn Norðmönnum en Ísland, Noregur og Azerbaijan voru með jafmörg stig í riðlinum.
Leikurinn í gær var síðasti leikur hjá U19 karla þar sem Guðni Kjartansson stjórnar liðinu en hann tók við liðinu árið 1992. Leikirnir eru orðnir 115 talsins en sá fyrsti var gegn Portúgal 1. janúar 1992. Guðni er þó ekki alveg hættur að vera í eldlínunni en sem kunnugt er hann aðstoðarþjálfari Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar hjá kvennalandsliðinu.
Það er Kristinn Rúnar Jónsson sem að tekur við sem þjálfari hjá U19 karla af Guðna.
Mynd: Guðni Kjartansson er hér til vinstri ásamt Sigurði Ragnari Eyjólfssyni.