• mán. 04. jún. 2007
  • Landslið

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum

Áfram Ísland
aframisland

Áfram Ísland, stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verða með upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands sem fram fer á Raslunda leikvellinum.  Upphitunin er í samvinnu við Icelandair og Íslendingafélagið í Stokkhólmi.

Upphitunin fer fram í suðausturhluta Rastasjon garðsins sem staðsettur er nálægt vellinum.  Boðið verður upp á pylsur, nammi og andlitsmálningu.  Hægt verður að kaupa "Áfram Ísland" varning og dressa sig upp fyrir leikinn.

Mætum öll í upphitunina sem hefst kl. 17:00 (leikurinn hefst kl. 20:15) og styðjum strákana.

Áfram Ísland!