• lau. 02. jún. 2007
  • Landslið

Tap gegn Norðmönnum í markaleik

U19_karla_Skotland
U19_karla_Skotland

Íslenska U19 karlalandsliðið tapaði í gær gegn Norðmönnum í miklum markaleik en lokartölur urðu 4-3 fyrir Norðmenn.  Staðan í leikhléi var 3-2 Norðmönnum í vil.  Ísland leikur gegn Azerbaijan á mánudaginn í lokaleik sínum í þessum milliriðli fyrir EM.

Leikurinn var bráðfjörugur eins og lokatölur gefa til kynna og gat sigurinn lent hvoru megin sem var.  Norðmenn höfðu hinsvegar betur að þessu sinn en Spánverjar standa best að vígi í riðlinum fyrir lokaumferðina.