Jafntefli gegn Liechtenstein
Íslendingar gerðu jafntefli gegn Liechtenstein í dag og urðu lokatölur 1-1. Leikurinn var í undankeppni fyrir EM 2008. Brynjar Björn Gunnarsson kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik og þannig var staðan þegar eistneski dómarinn flautaði til leikhlés. Í seinni hálfleik náðu svo leikmenn Liechtenstein að jafna metin með marki á 67. mínútu og urðu það lokatölur leiksins.
Úrslitin óneitanlega vonbrigði en íslenska liðið verður aftur í eldlínunni næstkomandi miðvikudag þegar að Svíar verða sóttir heim. Leikurinn fer fram í Stokkhólmi og hefst kl. 18:15.