• fös. 01. jún. 2007
  • Fræðsla
  • Landslið

Gambíumenn þakklátir Íslendingum

Fulltrúar KSÍ og fulltrúar frá Knattspyrnusambandi Gambíu hittust á 57. ársþingi FIFA
KSI_og_Gambia

Eins og kunnugt fram hefur komið er KSÍ einn af þeim aðilum er stendur á bakvið átakið "Útspark til Gambíu".  Markmiðið þar er að safna fótboltabúnaði til þess að senda til Gambíu.

Ársþing FIFA, það 57. í röðinni, var haldið á dögunum og þar hittu Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, Guðrún Inga Sívertsen og Jón Gunnlaugsson sendinefnd frá knattspyrnusambandi Gambíu.  Lýstu þeir yfir mikilli ánægju með það framtak sem er í gangi á Íslandi og fullvissuðu fulltrúa KSÍ að þessi búnaður kæmi að mjög góðum notum.

Minnt er á að móttaka fyrir fótboltabúnað verður í tengslum við landsleik Íslands og Liechtenstein er verður á morgun kl. 16:00 á Laugardalsvelli.