Byrjunarlið U19 gegn Noregi
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum í dag í milliriðli fyrir EM. Riðillinn er leikinn í Noregi og hefst leikur þjóðanna kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Þetta er annar leikur Íslands í riðlinum en strákarnir töpuðu fyrir, handhöfum Evrópumeistaratitilsins, Spánverjum í fyrsta leiknum 2-3.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Þórður Ingason
Hægri bakvörður: Almar Ormarsson
Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson
Miðverðir: Eggert Gunnþór Jónsson og Þorvaldur Sveinn Sveinsson
Hægri kantur: Skúli Jón Friðgeirsson
Vinstri kantur: Marko Pavlov
Tengiliðir: Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði, Aron Einar Gunnarsson og Arnór Smárason
Framherji: Birkir Bjarnason