• fim. 31. maí 2007
  • Landslið

Tap í fyrsta leik hjá U19 gegn Spáni

Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu
Bjarni_FHingur

Íslenska U19 landslið karla hóf leik í milliriðli fyrir EM í gær og öttu kappi gegn Evrópumeisturum Spánverja.  Spánverjar báru sigur úr býtum með þremur mörkum gegn tveimur eftir að íslenska liðið leiddi  í hálfleik, 0-1.

Skúli Jón Friðgeirsson kom íslenska liðinu yfir með marki á 23. mínútu var staðan þannig í hálfleik.  Spánverjar jöfnuðu metin á 49. mínútu og bættu svo við mörkum á 73. og 79. mínútu.  Kom seinna mark Spánverja úr vítaspyrnu en Íslendingar fengu einnig vítaspyrnu í uppbótartíma sem að Bjarni Þór Viðarsson nýtti til fullnustu.

Tveir Íslendingar fengu rautt spjald undir lok leiksins.  Rúrik Gíslason fór útaf á 88. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald og Halldór Kristinn Halldórsson fékk rautt spjald í uppbótartíma.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Norðmönnum á morgun, föstudaginn 1. júní og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Mynd: Bjarni Þór Viðarsson skoraði seinna mark íslenska liðsins úr vítaspyrnu.