Milliriðill U19 karla hefst í dag
Íslenska U19 landslið karla hefur leik í milliriðli fyrir EM í dag þegar þeir mæta Spánverjum kl. 17:00. Spánverjar eru handhafar titilsins í þessum aldursflokki en milliriðillinn er leikinn í Noregi.
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Atli Jónasson
Hægri bakvörður: Almar Ormarsson
Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson
Miðverðir: Eggert Gunnþór Jónsson og Halldór Kristinn Halldórsson
Hægri kantur: Skúli Jón Friðgeirsson
Vinstri kantur: Marko Pavlov
Tengiliðir: Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði, Aron Einar Gunnarsson og Arnór Smárason
Framherji: Rúrik Gíslason
Íslenska liðið mætir Norðmönum föstudaginn 1. júní og svo Azerbaijan 4. júní. Efsta þjóð riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni í Austurríki sem fram fer í júlí á þessu ári.