Breytt aðstaða fyrir hjólastóla
Í endurbættri stúku á Laugardalsvellinum er breytt og bætt aðstaða fyrir þá sem eru í hjólastól. Aðstaðan er í norður- og suðurenda stúkunnar en bílastæði og inngangur eru við suðurendann.
Þeir sem áhuga hafa á því að nýta sér þessa aðstöðu fyrir landsleikinn við Liechtenstein á laugardaginn, skulu hringja í 510-2900 (Ragnheiður) eða senda tölvupóst á ragga@ksi.is