• fös. 25. maí 2007
  • Fræðsla

Útspark til Gambíu

Rauði krossinn
redcross-island

Rauði kross Íslands, í samstarfi við KSÍ og fleiri aðila, stendur fyrir söfnun á afgangs fótboltabúnaði, s.s. boltum, skóm og búningum.  Búnaðurinn verður síðan sendur til Gambíu í Afríku.

Tekið verður á móti söfnunarmunum við Eimskipsgáma sem staðsettir verða við verslanir Bónus við Skútuvog, Smáratorg, Helluhraun og Spöngina á eftirfarandi tímum:

  • Föstudaginn 1. júní kl. 12:00 - 19:30
  • Laugardaginn 2. júní kl. 12:00 - 19:30

Jafnframt verður móttaka í Laugardal í tengslum við landsleik Íslands og Liechtenstein í undankeppni EM 2008 laugardaginn 2. júní.

Sem fyrr segir er verkefnið á vegum Rauða kross Íslands, og er unnið í samstarfi við KSÍ, Eimskip, Bylgjuna FM 98,9, Landsbankann og Bónus.