• mið. 23. maí 2007
  • Landslið

Riðlarnir klárir í úrslitakeppni U19 kvenna

U19-isl-eng-2006
U19-isl-eng-2006

Í dag var dregið við hátíðlega athöfn í riðla í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Keppnin fer fram sem kunnugt er hér á landi dagana 18. - 29. júlí.  Íslendingar mæta Norðmönnum í fyrsta leik sínum en einnig eru Danir og Evrópumeistarar Þjóðverja í riðlinum.

Riðlarnir eru eftirfarandi:

A-riðill

Ísland

Noregur

Danmörk

Þýskaland

B-riðill

Pólland

England

Spánn

Frakkland

Allt eru þetta geysilegar sterkar þjóðir og verður spennandi að fylgjast með keppninni þegar hún hefst 18. júlí.  Leikið verður á 7 völlum og eru þeir: Laugardalsvöllur, KR-völlur, Víkingsvöllur, Fylkisvöllur, Kópavogsvöllur, Akranesvöllur og Grindavíkurvöllur.