• fim. 17. maí 2007
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í kvöld

Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006
Katrin_Jonsdottir_i_leik

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Englendingum í kvöld.  Leikurinn fer fram á Roots Hall, heimavelli Southend United og hefst kl. 18:45.

Byrjunarliðið: (4-4-2)

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Varnarmenn: Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir fyrirliði, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Ásta Árnadóttir.

Miðjumenn: Rakel Logadóttir, Edda Garðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir

Sóknarmenn: Dóra María Lárusdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir

Englendingar undirbúa sig nú af kostgæfni fyrir HM í Kína sem fram fer í september.  Á sunnudaginn léku Englendingar við Norður Íra í undankeppni fyrir EM 2009 og sigruðu örugglega með fjórum mörkum gegn engu.  Í liðinu eru níu leikmenn frá nýkrýndum Evrópumeisturum Arsenal.

Þessi leikur er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM 2009 en fyrsti leikur liðsins er ytra gegn Grikklandi, 31. maí næstkomandi.

England - Ísland