• mán. 07. maí 2007
  • Landslið

Byrjunarlið U17 karla gegn Belgum

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007
U17_karla_England_mai2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið byrjunarliðið er mætir Belgum í dag kl. 15:30. Leikurinn er lokaleikur riðlakeppninnar í þessum úrslitum EM. Með sigri komast Íslendingar í umspilsleik um sæti á HM í Suður Kóreu.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Arnar Darri Pétursson

Vinstri bakvörður: Kristinn Jónsson

Hægri bakvörður: Jóhann Laxdal

Miðverðir: Eggert Rafn Einarsson, fyrirliði og Hólmar Örn Eyjólfsson

Tengiliðir: Ragnar Þór Gunnarsson, Finnur Orri Margeirsson og Björn Jónsson

Vinstri kantur: Viktor Unnar Illugason

Hægri kantur: Dofri Snorrason

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

Leikurinn hefst, sem fyrr segir kl. 15:30 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu á www.uefa.com.