• fim. 03. maí 2007
  • Landslið

Arnar Darri inn í hópinn hjá U17 karla

Merki UEFA U17 karla úrslitakeppni í Belgíu
U17_karla_Belgia

Arnar Darri Pétursson, markvörður úr Stjörnunni, hefur verið valinn í hópinn hjá U17 karla er leikur nú í úrslitakeppni EM U17. Arnar kemur í stað Trausta Sigurbjörnssonar er meiddist í leiknum gegn Englandi í gær.

UEFA gefur undanþágu ef um markverði er að ræða en Trausti fékk höfuðhögg í leiknum í gær. Eftir læknisskoðun kom í ljós að Trausti þarf að hvíla í 7-10 daga og því hefur Arnar Darri verið kallaður inn í staðinn. Arnar heldur utan í fyrramálið og kemur því til liðs við hópinn fyrir leikinn gegn Hollandi, sem hefst kl. 18.15 á morgun.