• mið. 02. maí 2007
  • Landslið

Tap í fyrsta leik gegn Englandi hjá U17

Merki UEFA U17 karla úrslitakeppni í Belgíu
U17_karla_Belgia

Íslenska U17 karlalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM U17 sem fram fer í Belgíu. Lokatölur urðu 0-2 en þannig var staðan í hálfleik. Íslensku strákarnir leika annan leik sinn í riðlinum á föstudaginn við Holland kl. 18:15.

Englendingar fengu óskabyrjun í leiknum því þeir náðu að skora strax á fjórðu mínútu. Markið sló íslenska liðið örlítið út af laginu en þeir náðu samt að vinna sig aftur inn í leikinn. Enskir bættu hinsvegar við öðru marki á 24. mínútu og þannig var staðan þegar tékkneski dómarinn Jan Jilek flautaði til loka fyrri hálfleiks.

Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og hvorugu liðinu tókst að bæta við marki þrátt fyrir ágætis tilraunir. Lokatölur því 0-2 fyrir England í þessum fyrsta leik í riðlinum.