• lau. 28. apr. 2007
  • Fræðsla

15 ára mega taka unglingadómarapróf

Dómari lætur knöttinn falla
domgr2_dropball

Í nýrri reglugerð um knattspyrnudómara og eftirlitsmenn er ein veigamikil breyting er snýr að aldri unglingadómara. Nú mega þeir er verða 15 ára á árinu starfa sem unglingadómarar í stað 16 ára áður.

Reglugerðin hefur tekið gildi nú þegar og mun því nýtt aldurstakmark eiga við það unglingadómaranámskeið er hefst nú 4. maí. Munið að skrá á námskeiðið í síðasta lagi fimmtudaginn 3. maí.