Greiðsla til félaga sem undirgengust leyfiskerfið
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum mánudaginn 23. apríl að greiða öllum félögum sem undirgengust leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2007 styrk fyrir vinnu við undirbúning leyfisumsókna. Heildarupphæð greiðslunnar er kr. 5.000.000, en gæti hækkað í kr. 5.500.000 samkvæmt neðangreindum formerkjum.
Stjórnin ákvað að greiða hverju félagi í Landsbankadeild karla kr. 250.000 vegna vinnu við undirbúning leyfisumsókna fyrir keppnistímabilið 2007, alls kr. 2.500.000. Þessi félög eru:
- Breiðablik
- FH
- Fram
- Fylkir
- HK
- ÍA
- Keflavík
- KR
- Valur
- Víkingur R.
Stjórnin ákvað að greiða 7 félögum í 1. deild karla kr. 250.000 vegna vinnu við undirbúning leyfisumsókna fyrir keppnistímabilið 2007. Um er að ræða þau 7 félög sem skiluðu fullnægjandi gögnum með leyfisumsókn til að þátttökuleyfi hefði verið veitt. Þessi félög eru:
- Grindavík
- KA
- Njarðvík
- Reynir S.
- Stjarnan
- Víkingur Ól.
- Þór
Þá ákvað stjórnin á sama fundi að greiða 5 félögum kr. 150.000, en sú upphæð hækkar í kr. 250.000 ef viðkomandi félög skila nauðsynlegum fjárhagsgögnum til leyfisstjóra fyrir upphaf Íslandsmóts. Um er að ræða þau 5 félög sem hefðu fengið synjun á umsókn um þátttökuleyfi. Þessi félög eru:
- Fjarðabyggð
- Fjölnir
- ÍBV
- Leiknir R.
- Þróttur R.