• mið. 25. apr. 2007
  • Lög og reglugerðir
  • Agamál

Ólöglegir leikmenn með Afríku gegn KFS

Afríka
ALA

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ivan Milekovich og Jón Bjarni Baldvinsson léku ólöglegir með liði Afríku gegn KFS í Lengjubikar karla sunnudaginn 22. apríl síðastliðinn.

Í reglugerðum KSÍ um deildarbikarkeppni karla og kvenna, grein 10.2 segir:

Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til Dómstóls KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út.

Í samræmi við ofangreinda reglugerð hefur úrslitum leiksins verið breytt í 0-3.