• þri. 24. apr. 2007
  • Lög og reglugerðir

Endurskoðun á reglugerðum KSÍ og starfsreglum nefnda

KSÍ 60 ára
KSI_60_logo_RGB

Ný lög KSÍ voru samþykkt á knattspyrnuþingi 10. febrúar síðastliðinn. Við gildistöku nýrra laga var jafnframt nauðsynlegt að ráðast í endurskoðun á reglugerðum sambandsins og starfsreglum nefnda og hefur stjórn KSÍ nú samþykkt nýjar reglugerðir og starfsreglur.

Aðildarfélög KSÍ fá reglugerðirnar sendar á næstu dögum og eru stjórnendur aðildarfélaganna hvattir til þess að kynna sér vel nýjar reglugerðir og koma þeim á framfæri til hlutaðeigandi aðila.

Helstu efnislegar breytingar má sjá í samantekt hér að neðan.

Samantekt breytinga

Athygli skal vakin á því að allar reglugerðirnar tóku gildi 23. apríl síðastliðinn ef undanskilin er reglugerð um félagaskipti, saminga og stöðu leikmanna og félaga. Hún tekur gildi 1. júlí næstkomandi. Núverandi reglugerðir um samninga og félagaskipti eru því í gildi þangað til.

Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að kynna sér reglugerð um aga- og úrskurðarmál, reglugerð um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga og reglugerð um knattspyrnumót. Veigamiklar breytingar hafa verið gerðar á þessum reglugerðum. Minni breytingar, en þó einhverjar, hafa orðið á öðrum reglugerðum og ættu hlutaðeigendur að kynna sér þær einnig.