• lau. 21. apr. 2007
  • Fræðsla

Landsdómararáðstefna í Hveragerði

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Um þessa helgi hittast um 40 landsdómarar á Hótel Örk í Hveragerði til þess að undirbúa sig fyrir sumarið. Farið verður yfir áherslur sumarsins sem og breytingar á knattspyrnulögunum.

Eins og áður er fenginn erlendur fyrirlesari á ráðstefnuna og að þessu sinni að það Alan Snoddy frá Norður Írlandi. Snoddy hefur mikla reynslu sem milliríkjadómari og mun miðla af reynslu sinni til íslenskra dómara.

Dómararnir hafa í vikunni gengist undir nýtt þrekpróf og skriflegt próf er það fyrsta sem tekur á móti þeim á ráðstefnunni um helgina.