• mið. 18. apr. 2007
  • Landslið

Úrslitakeppni EM 2012 í Póllandi og Úkraínu

UEFA
uefa_merki

Michel Platini, forseti UEFA, tilkynnti í dag að úrslitakeppni EM 2012 muni fara fram í Póllandi og Úkraínu. Þrjár umsóknir voru teknar fyrir við lokaákvörðunina en umsóknir Ítalíu og Ungverjalands/Króatíu hlutu ekki náð fyrir augum UEFA.

Leikið verður á fjórum leikstöðum í hvoru landi. Í Póllandi stendur til að leika í Gdansk, Poznan, Varsjá og Wroclaw. Áætlaðir leikstaðir í Úkraínu eru Dnipropetrovsk, Donetsk, Kiev og Lvov.