• þri. 10. apr. 2007
  • Landslið

Styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna

Merki_WU19_Iceland_2007
Merki_WU19_Iceland_2007

Úrslitakeppni EM U19 kvenna verður haldin hér á landi dagana 18. - 29. júlí.  Milliriðlar keppninnar hófust í gær og á sunnudaginn verður ljóst hvaða sjö þjóðir mæta hingað til leiks í úrslitakeppnina.

Leikið verður á sjö keppnisvöllum.  Til stóð að leika að Hlíðarenda af því verður ekki.  Í staðinn verður leikið á Fylkisvelli og ásamt honum verður leikið á Laugardalsvelli, Akranesvelli, Grindavíkurvelli, Kópavogsvelli, KR-velli og Víkingsvelli.

Dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppnina við hátíðlega athöfn á Laugardalsvelli 23. maí næstkomandi.

Viðbrögð við beiðni KSÍ um sjálfboðaliða til að starfa við keppnina hafa verið mjög góð en ennþá vantar fólk til starfa.  Sérstaklega vantar aðila til þess að vera fylgdarmenn fyrir liðin.  Áhugasamir eru hvattir til þess að senda tölvupóst á klara@ksi.is.

Milliriðlar