• sun. 01. apr. 2007
  • Landslið

Riðlakeppni fyrir EM 2009 hefst í dag

Evrópukeppni kvennalandsliða
women_euro

Í dag hefst riðlakeppni fyrir EM 2009 kvenna þegar að Írar taka á móti Hollandi.  Fyrsti leikur Íslands verður leikinn í Grikklandi, 31. maí næstkomandi.  Sigurvegarar riðlanna sex tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Finnlandi 2009.  Þær þjóðir sem hafna í öðru sæti riðlanna komast í umspil ásamt þeim fjórum þjóðum sem bestan árangur hafa í þriðja sæti.

Fyrsti leikur í riðli Íslands, 3. riðli, verður leikinn í Frakklandi þegar að Grikkir koma í heimsókn og fer leikurinn fram 11. apríl.  Fyrsti heimaleikur Íslands er svo við Frakka, laugardaginn 16. júní.

Áður en að þessum leikjum Íslands kemur, mun verða leikinn vináttulandsleikur við England ytra, fimmtudaginn 17. maí.

3. riðill