Aprílgabbið 2007: Stuðlakerfið fellt úr gildi
Aprílgabbið á ksi.is í ár gekk ágætlega og fór víða. Svona hljómaði það:
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í mars síðastliðinn að fella úr gildi stuðlakerfi KSÍ frá og með mánaðamótum. Íslenskum knattspyrnufélögum er þannig sjálfum gert kleift að meta verðmæti leikmanna sinna, án þess að þurfa að fylgja fyrirfram skilgreindum upphæðum. Ljóst er að um verulega búbót gæti verið að ræða fyrir mörg félög, sem geta nú verðlagt leikmenn sína eftir eigin höfði og stórlega bætt eigið fé sitt.
Ljóst er að reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna verður að taka til gagngerrar endurskoðunar, en til skýringar er bent á leiðbeiningar í leyfiskerfi KSÍ fyrir bókun á verðgildi leikmanna. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu KSÍ (ksi@ksi.is).