• mið. 28. mar. 2007
  • Landslið

Spánn - Ísland í kvöld á Mallorca

Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot
Island-Kroatia2005-0093

Íslendingar mæta Spánverjum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn er í F-riðli og fer fram á Mallorca.  Íslendingar hafa hlotið þrjú stig til þessa í riðlinum en Spánverjar hafa sex stig.  Þetta er í tíunda skiptið sem þjóðirnar mætast og hefur Íslendingum aðeins tekist að sigra einu sinni.  Tvisvar hafa þjóðirnar skilið jafnar en Spánverjar hafa sigrað sex sinnum.

Aðrir leikir í riðli Íslendinga eru: Lettland - Liechtenstein og Norður Írland - Svíþjóð.  Svíar leiða riðilinn og hafa unnið alla leiki sína til þessa.

Byrjunarlið Íslands verður birt hér á síðunni um leið og það er tilkynnt.

Íslenski hópurinn

Spænski leikmannahópurinn er gríðarlega sterkur en liðið sigraði Dani í síðasta leik sínum á heimvelli, 2-1.  Í þeim leik voru fimm leikmenn frá Valencia í byrjunarliðinu. Varnarmennirnir Sergio Ramos frá Real Madrid og fyrirliði Barcelona, Carles Puyol, gátu ekki leikið gegn Dönum vegna leikbanns en eru til taks í leiknum gegn Íslendingum.

Spánverjar fagna marki (uefa.com)Hópur Spánar:

Markverðir: Iker Casillas (Real Madrid), Pepe Reina (Liverpool).

Varnarmenn: Sergio Ramos (Real Madrid), Carles Puyol (Barcelona), Antonio López (Atlético Madrid), Joan Capdevila (Deportivo La Coruña), Ángel López (Celta Vigo), Javi Navarro (Sevilla), Carlos Marchena (Valencia), Juanito Gutiérrez (Real Betis).

Miðjumenn: Xabi Alonso (Liverpool), Cesc Fabregas (Arsenal), Andrés Iniesta (Barcelona), David Silva (Valencia), Xavi Hernández (Barcelona), David Albelda (Valencia), Miguel Ángel Angulo (Valencia).

Framherjar: David Villa (Valencia), Fernando Morientes (Valencia), Fernando Torres (Atlético Madrid).