• mið. 28. mar. 2007
  • Landslið

Naumt tap gegn Spánverjum

GretarRafn_Danmork_2006
GretarRafn_Danmork_2006

Íslendingar biðu lægri hlut gegn gríðarsterku spænsku landsliði með marki á 80. mínútu.  Hetjuleg barátta leikmanna íslenska liðsins dugði því miður aðeins of skammt og Spánverjar fögnuðu sigri.

Gríðarleg rigning settu svip sinn á leikinn og erfitt var að leika knettinum á rennblautum vellinum.  Eftir fyrri hálfleik, sem var í ágætu jafnvægu, þá tóku Spánverjar nánast öll völd í seinni hálfleik  Íslendingar vörðust af kappi af blautum vellinum en náðu ekki skyndisóknum að marki heimamanna.

Tíu mínútum fyriri leikslok náðu heimamenn að tryggja sér sigur með ágætu marki.  Árni Gautur Arason hafði átt stórleik en kom engum vörnum við í þetta skiptið.