Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Spánverjum í kvöld. Eyjólfur stillir upp í leikaðferðina 4-4-2 og mun Gunnar Þór Gunnarsson leika sinn fyrsta landsleik . Leikurinn hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Byrjunarliðið: (4-4-2):
Markvörður: Árni Gautur Arason
Hægri bakvörður: Kristján Örn Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunnarsson
Miðverðir: Ívar Ingimarsson og Ólafur Örn Bjarnason
Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson og Arnar Þór Viðarsson
Hægri kantur: Grétar Rafn Steinsson
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson
Framherjar: Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði og Veigar Páll Gunnarsson
Það hefur rignt duglega á köflum á Mallorca í dag eins og þessi símamynd sem Björn Ragnar Gunnarsson, búningaeinvaldur, sendi okkur rétt fyrir kl. 17:00. Grasið sjálft á vellinum virðist hinsvegar í góðu ásigkomulagi og er rennislétt.
Leikurinn hefst, sem fyrr segir, kl. 20:00 á eru landsmenn hvattir til þess að láta í sér heyra fyrir framan skjáinn í kvöld.
Símamynd: BRG