• lau. 24. mar. 2007
  • Landslið

Byrjunarliðið hjá U17 gegn Rússum

U17_karla_NM2006_Finnar
U17_karla_NM2006_Finnar

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Rússum í dag kl. 15:00.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í milliriðli fyrir EM 2007 og er riðillinn leikinn í Portúgal.  Með sigri eiga Íslendingar möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2007.

Rússar eru efstir með fjögur stig en Íslendingar og Portúgalir eru með tvö stig.  Sigri Íslendingar og Portúgalar í leikjum sínum ræður markatala liðanna, fyrir leikina er markatalan jöfn en Íslendingar hafa skorað fleiri mörk.

Byrjunarliðið: (4-5-1)

Markvörður: Trausti Sigurbjörnsson

Hægri bakvörður: Jóhann Laxdal

Vinstri bakvörður: Kristinn Jónsson

Miðverðir: Hólmar Örn Eyjólfsson og Eggert Rafn Einarsson, fyrirliði

Varnartengiliður: Frans Elvarsson

Tengiliðir: Ragnar Þór Gunnarsson og Björn Jónsson

Hægri kantur: Aaron Palomares

Vinstri kantur: Þórarinn Ingi Valdimarsson

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

Leikskýrsla

Staðan í riðlinum