• fös. 23. mar. 2007
  • Landslið

Komast strákarnir í úrslitakeppnina?

U17_karla_NM2006_Faroe
U17_karla_NM2006_Faroe

Á morgun, laugardaginn 24. mars leika strákarnir í U17 karla lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM 2007.  Leikið verður við Rússa kl. 15:00 og með sigri eru möguleikar Íslands um sæti úrslitakeppninni fyrir hendi.

Rússar, núverandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki, eru efstir í riðlinum fyrir lokaumferðina með fjögur stig en Ísland og Portúgal eru með tvö stig.  Norður Írar eru með eitt stig.  Ísland og Portúgal geta, með sigrum í leikjum sínum, komist í fimm stig og mun þá markatala ráða úrslitum.

Það verður því spennandi að fylgjast með þessum leikjum á morgun og vonandi að strákarnir nái að fylgja eftir frábærum árangri liðsins til þessa.

Staðan