Jafntefli í fyrsta leik hjá U17 karla
Fyrsti leikur hjá U17 karlalandsliðinu í milliriðli fyrir EM 2007 fór fram í dag og voru andstæðingarnir Norður Írar. Leiknum lauk með jafntefli, 2-2, eftir að Íslendingar höfðu leitt, 2-0. Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins.
Kolbeinn skoraði 2 mörk á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og leiddi íslenska liðið í hálfleik, 2-0. Norður Írar skoruðu strax í byrjun seinni hálfleiks og náðu að jafna metin svo síðar í hálfleiknum.
Næsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í Portúgal og er leikinn á miðvikudaginn. Portúgal og Rússland gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins í dag.