• mán. 19. mar. 2007
  • Landslið

Hópurinn tilkynntur fyrir leikinn gegn Spáni

GretarRafn_Danmork_2006
GretarRafn_Danmork_2006

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 18 manna landsliðshóp sem leikur gegn Spáni miðvikudaginn 28. mars nk.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Gunnar Þór Gunnarsson Hammarby og Atli Jóhannsson KR.

Þetta er í tíunda skiptið sem þjóðirnar mætast og hefur Ísland farið einu sinni með sigur af hólmi.  Tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli en Spánverjar hafa sigrað sex sinnum.  Í þessum níu leikjum hafa Íslendingar skorað níu mörk en Spánverjar fjórtán.  Þjóðirnar áttust síðast við í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í ágúst á síðasta ári.  Lauk þeim leik með markalausu jafntefli.

Landsliðshópurinn