• fös. 16. mar. 2007
  • Landslið

Jafnt gegn Dönum hjá U19

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006
U19_kvenna_England_2006

U19 landslið kvenna lék þriðja og síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga í dag og voru Danir mótherjar íslenska liðsins.  Lauk leiknum með jafntefli, 1-1, eftir að staðan hafði verið markalaust í hálfleik.  Rakel Hönnudóttir skoraði mark Íslands á 56. mínútu en Danir jöfnuðu á 72. mí nútu og þar við sat í hörkuleik.

Íslenska liðið lék þrjá leiki í ferðinni, töpuðu gegn Ítölum 1-2 en gerðu svo jafntefli við England og Danmörku,1-1.

Æfingaferð þessi er liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer hér á landi í júlí.  Ekki er ljóst hverjir mótherjar Íslendinga verða þá en ekki ólíklegt að einhverjar af þeim þjóðum er léku á La Manga, tryggi sér farseðil til Íslands.