• mið. 14. mar. 2007
  • Landslið

U19 kvenna leikur gegn Englandi í dag

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006
U19_kvenna_England_2006

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur í dag gegn stöllum sínum frá Englandi á æfingamóti landsliða sem haldið er á La Manga.  Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem haldin er hér á landi í júlí.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt en leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið: (4-5-1)

Markvörður: Ása Aðalsteinsdóttir

Hægri bakvörður: Anna Þórunn Guðmundsdóttir

Vinstri bakvörður: Kristrún Kristjánsdóttir

Miðverðir: Agnes Þóra Árnadóttir og Guðrún Erla Hilmarsdóttir

Tengiliðir: Linda Rós Þorláksdóttir og Hlín Gunnlaugsdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Sandra Sif Magnúsdóttir

Vinstri kantur: Laufey Björnsdóttir

Framherji: Rakel Hönnudóttir

Íslenska liðið tapaði gegn Ítölum í fyrsta leik liðsins á mótinu með einu marki gegn tveimur.  Englendingar gerðu jafntefli við Norðmenn í sínum fyrsta leik, 1-1.

England - Ísland

Íslenska liðið bjóst við erfiðum leik enda enska liðið mjög sterkt.  Þessar þjóðir léku 2 vináttulandsleiki á Íslandi í nóvember síðastliðnum.  Englendingar báru sigur úr býtum í báðum leikjum, 3-0 og 4-0.

Enska liðið sótti töluvert meira í fyrri hálfleik en íslenska liðið barðist af grimmd og spilaði varnarleikinn virkilega vel.  Þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks hafði ekkert mark verið skorað, 0-0.

Mark, 0-1 fyrir Ísland

Íslenskar knattspyrnukonur  fara hamförum í dag.  Laufey Björnsdóttir skoraði fyrir Ísland með þrumfleyg frá vítateigslínu, stórglæsilegt mark.  Markið kom á 51. mínútu.

Englendingar jafna leikinn á 60. mínútu með skallamarki, staðan 1-1.

Íslendingar hafa gert tvær breytingar á liði sínu. Rúna Sif Stefánsdóttir og Anna Garðarsdóttir hafa komið inn á í stað Söndru Sifjar Magnúsdóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur.

Leiknum lokið með jafntefli, 1-1.  Frábær úrslit hjá stelpunum sem eru greinilega í mikilli sókn.