Lykildagsetningar færðar aftur um eina viku
Ákveðið hefur verið að fresta leyfisferlinu um eina viku frá 2. mars 2007 og hefur stjórn KSÍ staðfest það. Í þessu felst að allar lykildagsetningar í ferlinu frá 2. mars færast aftur um eina viku þannig að ákvarðanir leyfisráðs liggja fyrir eigi síðar en 23. mars.
Leyfisráð hefur þegar fundað einu sinni, í hádeginu í dag, mánudag, og mun funda aftur næstkomandi föstudag. Eins og greint er frá hér að ofan munu ákvarðanir þó væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en 23. mars.
Ástæður frestunar eru orlof leyfisstjóra og aukið umfang leyfiskerfisins þar sem 1. deildin er nú einnig í kerfinu í fyrsta sinn, en áður náði kerfið eingöngu til Landsbankadeildar.