Jafntefli gegn Írlandi
Ísland gerði jafntefli gegn Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup 2007. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og leiddi íslenska liðið í hálfleik eftir að Rakel Logadóttir skoraði snoturt skallamark.
Rakel skoraði markið á 36. mínútu með skalla eftir góða sókn. Írar jöfnuðu hinsvegar leikinn á 72. mínútu. Íslenska liðið sótti mun meira í fyrri hálfleik og fékk mörg tækifæri sem nýttust ekki sem skyldi. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik og jafntefli staðreynd þegar uppi var staðið.
Lokaleikur riðilsins verður svo leikinn mánudaginn 12. mars þegar að leikið verður við heimastúlkur í Portúgal.