Naumt tap gegn Ítalíu
Í fyrsta leik Íslands á Algarve Cup 2007, beið Ísland nauman ósigur gegn liðið Ítalíu með tveimur mörkum gegn einu. Sigurmark Ítala kom í uppbótartíma en staðan í hálfleik var 1-1. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleik.
Sigurður Ragnar stillir upp í leikaðferðina 4-3-3.
Byrjunarliðið: (4-3-3)
Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir
Hægri bakvörður: Sif Atladóttir
Vinstri bakvörður: Ásta Árnadóttir
Miðverðir: Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Tengiliðir: Dóra Stefánsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir
Hægri kantur: Fjóla Dröfn Friðriksdóttir
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Gangur leiksins
Leikurinn byrjaði fjörlega á á þriðju mínútu leiksins skaut Margrét Lára í þverslá ítalska marksins. Stuttu síðar varði Þóra Helgadóttir glæsilega, í sínum fimmtugasta landsleik, er leikmaður Ítala komst ein í gegn.
Fjóla Friðriksdóttir fékk svo dauðafæri á 12. mínútu eftir frábæra sókn en það nýttist ekki. Katrín Jónsdóttir fékk svo gult spjald á 19. mínútu. Það voru svo Ítalir sem komust í 1-0 á 23. mínútu.
Leikurinn hefur verið nokkuð harður og þó nokkuð um pústra inn á vellinum.
Margrét Lára hreppti gult spjald á 28. mínútu en á síðustu mínútu hálfleiksins fengu Íslendingar vítaspyrnu sem að Margrét Lára skoraði úr, 1-1. Vítaspyrnan þótti umdeild en var dæmd fyrir peysutog.
Staðan því jöfn í hálfleik en Ítalir gengu alls ekki sáttir af velli og höfðu mikið að segja við argentískan dómara leiksins.
Farið er að kólna á vellinum í Algarve og nokkur vindur kominn í spilið.
Síðari hálfleikur fór róleg af stað og fyrsta færið kom á 53. mínútu þegar að Hólmfríður Magnúsdóttir átti hörkuskot sem markvörðurðurinn ítalski varði glæsilega. Fyrsta skipting Íslendinga kom á 57. mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir leysti Katrínu Ómarsdóttur af hólmi. Á 63. mínútu kom svo Dóra María Lárusdóttir inn á fyrir Fjólu Dröfn Friðriksdóttur.
Seinni hálfleikur hefur verið heldur rólegur og helst skiptingar sem þykja fréttnæmar. Á 73. mínútu kom Erla Steina Arnardóttir í stað Dóru Stefánsdóttur og fimm mínútum síðar kom Erna B. Sigurðardóttir inn á fyrir Sif Atladóttur.
Í uppbótartíma náðu Ítalir sókn og áttu skot í slá, boltinn barst út í teiginn þar sem hann hafnaði fyrir fótum Ítala sem kom boltanum í markið og staðan því 2-1.
Stuttu síðar flautaði svo dómarinn til leiksloka og naumt tap staðreynd. Íslenska liðið hafði í fullu tré við það ítalska og vel það. Hinsvegar mátti sjá á leik liðsins þegar líða tók á leikinn að margir leikmanna eru ekki í mikilli leikæfingu. En baráttan var til fyrirmyndar og margt mjög gott í þessum fyrsta leik undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar.
Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Írlandi, föstudaginn 9, mars og hefst hann kl. 18:00. Í hinum leik riðils Íslands gerðu heimastúlkur í Portúgal jafntefli við Írland fyrr í dag, 1-1.