• mið. 07. mar. 2007
  • Landslið

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 í umsjón FIFA

Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar
Linuvordur

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 er í umsjón FIFA og eru þeir dómarar valdir sem möguleika eiga á því að dæma í næstu úrslitakeppni HM í Kína.  Yfirbragðið er því ákaflega alþjóðlegt á dómurum mótsins.

Í fyrsta leik Íslands gegn Ítalíu í dag kemur t.a.m. dómari leiksins, Estela Alvarez, frá Argentínu.  Henni til aðstoðar eru þær Marlene Leyton frá Perú og Mana Dzodope frá Togo.  Fjórði dómari leiksins er svo frá Portúgal.