Riðlarnir klárir hjá U17 og U19 karla
Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM 2007/08 hjá U17 og U19 karla í Barcelona. Úrslitakeppnirnar fara fram í Tékklandi hjá U19 og í Tyrklandi hjá U17. Íslendingar eru lentu í sterkum riðlum í báðum aldursflokkum.
Hjá U17 karla lenti Ísland í riðli með Serbíu, Ísrael og Litháen.
Hjá U19 er Ísland í riðli með Belgíu, Englandi og Rúmeníu.
Tvær efstu þjóðir hvers riðils komast áfram í aðra umferð ásamt þeim tveimur þjóðum með bestan árangur í þriðja sætinu. Í annarri umferð er leikið í sjö fjögurra þjóða riðlum og kemst efsta þjóð hvers riðils í úrslitakeppnina ásamt gestgjöfunum.